Hvað er Ilmur Vínsins
En hvað er Ilmur vínsins? Í raun mætti útskýra ilmana, sem leiðarvísi eða kennara að því að læra meira um uppruna vínsins og vera fróðari næst þegar þú velur þér flösku á veitingahúsi eða heima. Hér er verið að örva skynfærunum á fróðlegan máta.
Sagan á bak við hugmyndina er lítið ævintýri sem hófst árið 1981 í Frakklandi, en þar eru vínhéruð ekki af skornum skammti. Ástríða og kraftur Jean Lenoir á ilmi vínsins eða „Le Nez du Vin“ eins og það kallast þar ytra - fékk hann til að breyta um starfssvið og hleypa hugmynd sinni í framkvæmd. Og útkoman varð að ilmandi orðabók vínáhugamannsins.
Hér um ræðir litlar flöskur sem allar innihalda ilmi sem tengjast ákveðnum vínum, eins og rauðvíni, hvítvíni, viskí og kampavíni. Hugmyndin er sú að æfa nefið og lyktarskynið í að greina þá ilmi sem finnast í hverju víni fyrir sig. Þannig verður upplifunin dýpri og þú munt öðlast orðaforða yfir það sem þú ert að drekka.
Settin má finna í ýmsum stærðum og gerðum og afhendast í taubundnum bókakassa með leiðbeiningarbækling eða bók, svo auðvelt er að lesa sig til um ilmina. Myndskreytingar og margskonar fróðleikur um frábær vín frá öllum heimshornum eru gefin upp sem dæmi. Allt er þetta handunnið í Frakklandi og duga ilmirnir í 5 ár og jafnvel tvöfalt lengur séu þeim haldið við góðar aðstæður. Þetta er fullkomið fyrir vínáhugamanninn og þá sem vilja auka þekkingu sína á góðum vínum.