Hvað er Ilmur Vínsins

En hvað er Ilm­ur víns­ins? Í raun mætti út­skýra ilm­ana, sem leiðar­vísi eða kenn­ara að því að læra meira um upp­runa víns­ins og vera fróðari næst þegar þú vel­ur þér flösku á veit­inga­húsi eða heima. Hér er verið að örva skyn­fær­un­um á fróðleg­an máta.

Sag­an á bak við hug­mynd­ina er lítið æv­in­týri sem hófst árið 1981 í Frakklandi, en þar eru vín­héruð ekki af skorn­um skammti. Ástríða og kraft­ur Jean Leno­ir á ilmi víns­ins eða „Le Nez du Vin“ eins og það kall­ast þar ytra - fékk hann til að breyta um starfs­svið og hleypa hug­mynd sinni í fram­kvæmd. Og út­kom­an varð að ilm­andi orðabók ví­ná­huga­manns­ins.

Hér um ræðir litl­ar flösk­ur sem all­ar inni­halda ilmi sem tengj­ast ákveðnum vín­um, eins og rauðvíni, hvít­víni, viskí og kampa­víni. Hug­mynd­in er sú að æfa nefið og lykt­ar­skynið í að greina þá ilmi sem finn­ast í hverju víni fyr­ir sig. Þannig verður upp­lif­un­in dýpri og þú munt öðlast orðaforða yfir það sem þú ert að drekka.

Sett­in má finna í ýms­um stærðum og gerðum og af­hend­ast í taubundn­um bóka­kassa með leiðbein­ing­ar­bæk­ling eða bók, svo auðvelt er að lesa sig til um ilm­ina. Myndskreyt­ing­ar og margskon­ar fróðleik­ur um frá­bær vín frá öll­um heims­horn­um eru gef­in upp sem dæmi. Allt er þetta hand­unnið í Frakklandi og duga ilm­irn­ir í 5 ár og jafn­vel tvö­falt leng­ur séu þeim haldið við góðar aðstæður. Þetta er full­kom­ið fyr­ir ví­ná­huga­mann­inn og þá sem vilja auka þekk­ingu sína á góðum vín­um.